Blautt og hvasst í dag

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs fyrir Suðurland, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Suðvestanstormur eða -rok er nú á Norðurlandi vestra, 15-23 m/s allra austast og vindhviður 30 til 40 m/s. Á heimasíðu Veðurstofunnar eru ferðalangar hvattir til að fara varlega.

Austan 10-18 og rigning í nótt. Hiti 3 til 8 stig. Snýst í suðvestan 15-23 á morgun, en mun hægari á Ströndum. Þurrt að kalla. Lægir um kvöldið með slyddu og kólnandi veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmarki fyrir norðan.

Á föstudag:
Gengur í austan- og suðaustan 13-20 m/s með rigningu, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hiti víða 2 til 7 stig, en kringum frostmark N-til.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él N- eða A-lands, en annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir