Enn fækkar smituðum á Norðurlandi vestra

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær kemur fram að sjö einstaklingar séu nú í einangrun á Norðurlandi vestra. Fjórir þeirra eru staðsettir á Hvammstanga, einn á Sauðárkróki og í sitthvoru póstnúmerinu 500 og 531 dvelja þeir tveir sem fylla töluna. Hafa þeir þá fækkað um þrjá frá því á föstudag þegar tíu manns voru í einangrun.

Alls sæta 19 einstaklingar sóttkví á svæðinu og hefur því fækkað í þeim hópi um þrettán manns frá því á föstudag, 451 hafa lokið sóttkví og 28 náð bata á Norðurlandi vestra.

Covidtafla frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær.

Samkvæmt tölum af Covid.is liggja 40 einstaklingar á sjúkrahúsi á landinu öllu, þar af níu á gjörgæslu. Í einangrun eru 770 manns og 2.711 í sóttkví en 933 hafa náð bata. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru átta látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir