Fáir sólargeislar þessa vikuna

Svona lítur veðurspáin út fyrir hádegið í dag. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS
Svona lítur veðurspáin út fyrir hádegið í dag. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS

Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.

Í dag er spáð 9-15 stiga hita á Norðurlandi vestra en nokkuð stífri norðanát. Það verður skýjað og að mestu þurrt framan af degi en þegar líður að kvöldi má reikna með regni. Það kólnar aðeins á morgun, miðvikudag, en hægir á vindinum.

Ekki er að sjá að neinar viðvaranir séu í kortunum þannig að þó það sé ekki mikið sumar í kortunum þá er þetta ekki svo slæmt.

Fleiri fréttir