Ferðamenn fastir á Kili

Félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu að störfum. Mynd: Facebooksíða Bj.fél. Blöndu.
Félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu að störfum. Mynd: Facebooksíða Bj.fél. Blöndu.

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu voru í gær kallaðir út til aðstoðar ferðamönnum sem fest höfðu bíla sína á Kjalvegi. Var fólkið á tveimur bílum sem sátu fastir við Dúfunefsfell, skammt norðan Hveravalla, og var annar bílanna bilaður.

Á föstudaginn var sinntu félagar í Blöndu einnig útkalli á Kili en þá voru tveir ferðamenn komnir á bílum sínum suður fyrir Hveravelli. Á Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu segir að vel hafi gengið að koma ferðalöngunum á beinu brautina og er þá átt við þjóðveg 1 sem tvímælalaust er besta leiðin fyrir óbreytta bíla á þessum árstíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir