Fimm sæta einangrun á Norðurlandi vestra

Enn fækkar á lista aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra sem ýmist sitja í einangrun eða sóttkví vegna Covid 19. Samkvæmt tölum dagsins er staðan á Norðurlandi vestra þann 15. apríl þannig að fimm eru í einangrun, allir í Húnaþingi vestra en ellefu í sóttkví. Flestir þeirra eru á Sauðárkróki eða sex einstaklingar meðan fimm eru í sóttkví í Húnaþingi vestra. Þar með fjölgar um tvo sem hafa náð bata eða alls 30 manns.

Samkvæmt Covid.is sitja nú 642 í einangrun á landsvísu, 34 á sjúkrahúsi þar af átta á gjörgæslu. Þeir sem náð hafa bata eru nú 1.077 talsins en í heildina eru staðfest smit orðin 1727. Í sóttkví sitja 2.101 einstaklingur en 16.726 hafa lokið henni. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru átta látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir