Flugeldasala björgunarsveitanna á Norðurlandi vestra

Björgunarsveitirnar standa að vanda fyrir flugeldasölu fyrir áramótin og er hún í flestum tilfellum þeirra stærsta fjáröflunarleið. Vafalaust er mörgum í mun að styðja vel við bakið á sveitunum eftir fórnfúst starf þeirra í óveðrinu sem geisaði í fyrr í desember og er öllum í fersku minni. Það má gera með því að kaupa flugelda björgunarsveitanna en einnig er hægt að styrkja sveitirnar með beinum fjárframlögum hafi fólk ekki í hyggju að kaupa flugelda. Flugeldamarkaðirnir hér um slóðir opna flestir í dag og verða þeir opnir sem hér segir:

Björgunarsveitin Grettir verður með flugeldasölu í húsi björgunarsveitarinnar á Hofsósi (gengið inn að vestan).

  • Laugardag 28. des. klukkan 16-21.
  • Sunnudag 29. des. klukkan 10-22.
  • Mánudag 30. des. klukkan 10-22.
  • Þriðjudag 31. des. klukkan 10-14.

Á Sauðárkróki eru Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Skátafélagið Eilífsbúar með sölu í húsi björgunarsveitarinnar að Borgarröst 1.

  • Laugardag 28. des. klukkan 13-22.
  • Sunnudag 29. des. klukkan 10-22.
  • Mánudag 30. des. klukkan 10-22.
  • Þriðjudag 31. des. klukkan 10-16.
  • Mánudag 6. jan. (þrettándinn) klukkan 15-19.

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð er með sinn markað í húsi sveitarinnar í Varmahlíð.

  • Laugardag 28. des. klukkan 13-22.
  • Sunnudag 29. des. klukkan 11-22.
  • Mánudag 30. des. klukkan 10-22.
  • Þriðjudag 31. des. klukkan 10-14.

Flugeldasala Björgunarfélagsins Blöndu verður að Hafnarbraut 6 á Blönduósi.

  • Laugardag 28. des. klukkan 16-20.
  • Sunnudag 29. des. klukkan 14-22.
  • Mánudag 30. des. klukkan 14-22.
  • Þriðjudag 31. des. klukkan 10-14.
  • Mánudag 6. jan. (þrettándinn) klukkan 16-18.

Björgunarsveitin Húnar er með flugeldasölu sína í Húnabúð á Hvammstanga.

  • Laugardag 28. des. klukkan 10-22.
  • Sunnudag 29. des. klukkan 10-22.
  • Þriðjudag 31. des. klukkan 9-16.

Á Skagaströnd verða Björgunarsveitin Strönd og Umf. Fram með flugeldasölu sína í húsnæði Rauða krossins að Oddagötu 4.

  • Laugardag 28. des. klukkan 18-20.
  • Sunnudag 29. des. klukkan 16-22.
  • Mánudag 30. des. klukkan 16-23.
  • Þriðjudag 31. des. klukkan 11-15

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir