Framundan í boltanum

Það verður nóg um að vera í boltanum um helgina
Það verður nóg um að vera í boltanum um helgina

Það fara fram þrír leikir í boltanum um helgina. Einn á morgun föstudagskvöldið 12. júlí og tveir laugardaginn 13. júlí.

Annað kvöld verða stelpurnar úr Tindastól í eldlínunni þegar þær mæta ÍR í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli klukkan 19:15. Tindastóll er í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig, sjö stigum á eftir FH sem er í fyrsta sæti. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með núll stig og má reikna með mikið af mörkum frá Tindastól því ÍR er búið að fá á sig 33 mörk og aðeins skorað tvö mörk.

Klukkan 14.00 á laugardaginn fer fram leikur Tindastóls og Vestra í 2.deild karla á Sauðárkróksvelli. Tindastóll er í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig og þarf liðið að rífa upp um sig buxurnar ef liðið ætlar að halda sér uppi. Vestri er í öðru sæti þremur stigum á eftir efsta sætinu og verður þetta virkilega erfiður leikur fyrir Tindastól. Það vill svo skemmtilega til að í liði Vestra eru tveir leikmenn og Þjálfari sem hafa verið í Tindastól, leikmennirnir eru Páll Sindri Einarsson sem er miðjumaður og Brenton Muhammad sem er markvörður svo er þjálfarinn Bjarni Jóhannsson sem þjálfaði Tindastól frá árinu 1987 til 1990 og hann er enn að.

Eftir leikinn hjá Tindastól þá mun Kormákur/Hvöt spila á móti KM á KR-velli í 4.deild karla klukkan 16:00. Kormákur/Hvöt er í þriðja sæti með sautján stig, fimm stigum á eftir efstu tveimur liðum. KM er í sjöunda sæti með sex stig og er mikilvægt fyrir Kormák/Hvöt að ná sigri í þessum leik svo þeir geti haldið sér ennþá í toppbaráttunni.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir