Gönguhópur Blönduóss gengur með Snjódrífunum

Snjódrífurnar við Vatnajökul. Ljósm: FB/Lífskraftur
Snjódrífurnar við Vatnajökul. Ljósm: FB/Lífskraftur

Gönguhópur Blönduóss ætlar að ganga með Snjódrífunum sem arka nú yfir Vatnajökul en þær hvetja landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru að ganga á jöklinum. „Við látum okkur ekki vanta í þetta verðuga verkefni,“ segir í tilkynningu frá Gönguhóp Blönduóss og verður gengið saman sem hér segir:

Fimmtudagur 11. júní: Bolabás. Hittast við Blönduóshöfn og kl. 17:00 verður lagt af stað út í Bolabás. Ferðin tekur um 1,5 klst og er vegalengd um 3,4 km, hækkun 46 m. Auðveld ganga.

Föstudagur 12. júní: Hnjúkar. Sameinast í bíla norðan við Íþróttamiðstöðina og leggjum af stað þaðan kl. 17:00. Alls 4 km og tekur um 1,5 klst. Ganga á flestra færi.

Laugardagur 13. júní: Núpar. Lagt af stað frá Höskuldsstaðakirkju kl. 10:30. Gengið upp á Hólsnúp, skoða stuðlabergið í blágrýtisfjallinu Stafanúpi og ganga svo niður norðan við Hrafnsnúp. Nokkuð þægileg ganga, tekur um 2 klst. og vegalengd ca. 5 km.

Sunnudagur 14. júní: Reykjanibba. Sameinast í bíla norðan við Íþróttamiðstöðina en þaðan verður lagt af stað kl. 11:00. Þessi ganga tekur um 3-4 klst og hækkun um ca. 600 m, vegalengd um 5 km . Meðalerfið ganga.

Mánudagur 15. júní: Giljárgljúfur. Sameinast í bíla norðan við Íþróttamiðstöðina kl. 17:00. Létt og skemmtileg gönguleið fyrir alla fjölskylduna, hækkun ca. 70 m og vegalengd innan við 2 km. Tekur um 1 klst. Margir fallegir fossar á leiðinni sem vert er að skoða.

Þriðjudagur 16. júní: Hólmavatn. Leggja bílum við afleggjarann að gömlu skíðalyftunni í Vatnahverfinu. Gangan hefst kl. 17:00. Létt ganga sem tekur um 2 klst; vegalengt um 4,5 km og lítil sem engin hækkun.

Hér má fylgjast með Snjódrífunum: https://www.facebook.com/lifskraftur2020/.

Til að styrkja þetta flotta verkefni sendið sms á 1900

LIF1000 = 1.000kr
LIF3000 = 3.000kr
LIF5000 = 5.000kr
LIF10000 = 10.000kr

/Huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir