Greitt fyrir skil á merktum hrognkelsum

Merkt grásleppa. Mynd: hafogvatn.is
Merkt grásleppa. Mynd: hafogvatn.is

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil átt samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Síðustu tvö ár voru 760 ungfiskar merktir í alþjóðlegum makríl leiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.

Að því er segir á vefsíðu BioPol er ekkivitað til þess að ungviði hafi áður verið merkt með þessum hætti en endurheimtur geta gefið mjög mikilvægar upplýsingar um vöxt hrognkelsa og hvert þau ganga til hrygningar. Því óskar BioPol eftir því að tilkynnt verði um merkta fiska sem veiðast í símanúmerið sem á merkinu er (896-7977) og tilkynnt um staðsetningu. Ekki skal fjarlægja merkið en frysta fiskinn sem fyrst og verður reynt að nálgast hann í kjölfarið. Fyrir hvern merktan fisk sem berst í heilu lagi, með merkinu í, til BioPol á Skagaströnd verða greiddar 5.000 krónur. Einnig fær sendandi upplýsingar um hvar og hvenær fiskurinn var merktur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir