Grímutöltmót Neista vel sótt

Grímutöltmót Neista var vel sótt. Mynd: Facebooksíða Hestamannafélagsins Neista.
Grímutöltmót Neista var vel sótt. Mynd: Facebooksíða Hestamannafélagsins Neista.

Grímutöltmóti Hestamannafélagsins Neista var haldið síðastliðinn laugardag og var það annað mót vetrarins hjá félaginu. Þátttaka var frábær en alls voru 40 þátttakendur skráðir til leiks og einnig fjölmenntu áhorfendur á pallana. Á Facebooksíðu félagsins segir að þar hafi mörg góð hross verið og frábærir búningar. Sem fyrr er SAH aðalstyrktaraðili mótsins.

Helstu úrslit voru þessi:

Pollaflokkur
Ingimar Emil Skaftason - Stika frá Blönduósi
Veturliði – Sörli frá Skriðu

Barnaflokkur - Tölt
1. Þorsteinn Óskar Sigurðsson – Hlynur frá Haukatungu
2. Salka Kristín Ólafsdóttir – Frigg frá Fögrubrekku
3. Magnús Ólafsson – Píla frá Sveinsstöðum

14- 17 ára - Tölt
1. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir – Birkir frá Bárkeksstöðum
2. Anna Karlotta Sævarsdóttir – Gjöf frá Steinnesi
3. Inga Rós Suska – Orion frá Miðhjáleigu

Áhugamannaflokkur - Tölt
1. Guðmundur Sigfússon – Sinfónía frá Blönduósi
2. Una Ósk Guðmundsdóttir – Smiður frá Ólafsbergi
3. Þórður Pálsson – Spænir frá Sauðanesi

Opinn flokkur - Tölt
1. Bergrún Ingólfsdóttir – Galdur frá Geitaskarði
2. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir – Gloría frá Krossi
3. Jón Kristófer Sigmarsson – Maddý frá Hæli

T7 – Einn flokkur
1. Bergrún Ingólfsdóttir - Mósan frá Skeggsstöðum
2. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir – Rebekka frá Skagaströnd
3. Felix - Drótt frá Steinnesi

Tölt T2
1. Guðjón Gunnarsson – Ljósfari frá Grænuhlíð
2. Guðmundur Sigfússon – Stika frá Blönduósi

Glæsilegasti búningur mótsins – Berglind Bjarnadóttir 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir