Gul viðvörun og lokaðir vegir

Skjáskot af vef Vegagerðarinnar kl. 9:45 í dag.
Skjáskot af vef Vegagerðarinnar kl. 9:45 í dag.

Gul viðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og er versnandi veður og vetrarfærð í landshlutanum. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi í dag með úrkomu á Ströndum og við ströndina en hægari vindi og úrkomuminna í innsveitum. Búist er við talsverðum skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Vegurinn um Þverárfjall er lokaður vegna veðurs og sömuleiðis á Vatnsskarði en þar er beðið með mokstur vegna veðurs. Þá er vegurinn utan Hofsóss merktur ófær á korti Vegagerðarinnar en þar er stórhríð og hvassviðri og á Siglufjarðarvegi utan Ketiláss er óvissustig vegna snjóflóða. Á öðrum leiðum í Skagafirði er éljagangur og skafrenningur en stórhríð og skafrenningur í Húnavatnssýslum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að útlit sé fyrir nokkuð rólegt veður á fimmtudag en á föstudag gæti dregið til tíðina með lægð sem beri með sér hlýindi og möguega rigningu á láglendi sunnan og vestanlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir