Hádegisfyrirlestur og listsýning í Kvennaskólanum

Í hádeginu í dag, mánudaginn 28. október kl. 12-13 heldur textíllistamaðurinn Petter Hellsing fyrirlestur í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hann segir frá list sinni og dvöl sinni á Blönduósi. Fyrirlesturinn nefnist “Handens abstraction”  eða Huglægni handanna.

Petter Hellsing kemur frá Svíþjóð og er hann styrkhafi í Textíllistamiðstöðinni í september og október. Á vef Textílmiðstöðvarinnar segir að Petter sé áhugasamur um sögu textíls og vefnaðar en hann vann mikið með íslenska ull á meðan hann var í listamiðstöðinni: “Í list minni hef ég unnið með hlutverk textíls í hversdagsleikanum og sögum sem tengjast honum. Saga og menning textíls í samfélaginu hefur lengi verið áhugasvið mitt.”

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er hann styrktur af Nordic-Baltic Mobility Programme. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Síðar í dag verða listamenn mánaðarins með sýningu í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann. Sýningin verður opin milli kl. 16 og 19 og eru allir velkomnir.

Listamennirnir eru Elizabeth Schweizer frá Bandaríkjunum, Heidi Stabler frá Sviss, Josefin Thingvall frá Svíþjóð, Marion Gouez frá Frakklandi, Marion Hingston Lamb frá Bandaríkjunum, My Kirsten Dammand frá Svíþjóð, Petter Hellsing frjá Síþjóð og Rachel Marie Simkover frá Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir