Hætta vegna snjósöfnunar á Þverárfjalli

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli.  Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir þrjá metra.  Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem er á ferðinni um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni.  Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi segir í tilkynningu frá RARIK.

Tiknning þessi birtist einnig á heimasíðu RARIK þar sem hún verður uppfærð ef aðstæður breytast:  

https://www.rarik.is/frettir/haetta-vegna-snjosofnunar-undir-haspennulinum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir