Haustdagur ferðaþjónustunnar á Laugarbakka

Hótel Laugarbakki. Mynd:hotellaugarbakki.is
Hótel Laugarbakki. Mynd:hotellaugarbakki.is

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra efna til sameiginlegs fundar. Dagskráin að þessu sinni hefur yfirskriftina „óráðstefna“ en það ku vera þýðing á engilsaxneska hugtakinu „unconference“ eða „Barcamp“ eins og það er kallað á meginlandinu að því er segir á vef SSNV.

Í hugtakinu felst að fundarefnið er í höndum þátttakenda á ráðstefnunni en, eins og segir á vef SSNV, verða allir með réttu ráði, því útkoman skiptir okkur jú öll máli.“ 

Dagskrá óráðstefnunnar er á þessa leið:

  1. Skyndikynningar - (hver þátttakandi kynnir sig: Nafn, fyrirtæki (gjarna með eins og þremur „hashtöggum“ (eitt fyrir sig, eitt fyrir fyirtækið og eitt fyrir Norðurland vestra)
    og
    Inngangur -  (fyrirkomulag útskýrt og óráðsíumálefni borin upp til atkvæða og síuð út..)
  2. Óráðssía nr.1   
  3. Óráðssía nr. 2  
  4. Kaffipása
  5. Óráðssía nr. 3
  6. Pepp fyrir heimferð frá einum ráðagóðum að sunnan 

Í hverri óráðssíu verður krufinn málaflokkur sem þátttakendur telja að skipti máli fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra en fjöldi málefna/hópa og fjöldi í hóp ráðast af þátttakendafjölda.   Hægt er að stinga upp á málefni við skráningu eða á staðnum verða efnin svo borin upp til atkvæða.

Skráning er  hér  til  mánudagsins 11.11. 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir