Hnitbjörgum á Blönduósi færð spjaldtölva að gjöf

HSN á Blönduósi. Mynd:FE
HSN á Blönduósi. Mynd:FE

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu nýverið Hnitbjörgum að gjöf spjaldtölvu og heyrnartól fyrir íbúa. Í frétt frá félagsmálastjóra A-Hún. á fréttavefnum huni.is segir að það sé von Hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir heimilisfólkið svo það geti haft samband við ættingja og vini með myndsamtölum, sér í lagi á meðan heimsfaraldur Covid-19 gengur yfir.

Þá segir huni.is frá því að Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hafi borist peningagjöf frá Refsborg menningarfélagi. Stjórn samtakanna þakkar hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning og verða fjármunirnir notaðir til tækjakaupa til sjúkrahússins, að því er segir í tilkynningu.

Hollvinasamtökin HSN á Blönduósi verða 15 ára þann 19. apríl næstkomandi. Fyrirhugað var að aðalfundur samtakanna yrði haldinn þann dag og átti að færa Heilbrigðisstofnuninni gjöf af því tilefni. Fundinum hefur verðið frestað um óákveðinn tíma og verður auglýstur síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir