Húnvetnskar fótboltastúlkur unnu Huginsbikarinn

Ánægðir sigurvegarar með Huginsbikarinn. Aðsendar mynd.
Ánægðir sigurvegarar með Huginsbikarinn. Aðsendar mynd.

Ellefu húnvetnskar fótboltastelpur héldu til Vestmannaeyja á dögunum þar sem þær tóku þátt í TM-mótinu en það er mót fyrir stúlkur í 5. flokki og fór það fram dagana 11.-13. júní sl. Liðið er samsett af stelpum úr Kormáki á Hvammstanga, Hvöt á Blönduósi og Fram á Skagaströnd sem æfa fótbolta á sínu heimasvæði en hittast svo af og til og taka æfingu saman.

TM-mótið er stærsta mót sumarsins fyrir stelpur í 5. flokki. Um 100 lið tóku þátt í mótinu og var þetta fjölmennasta mót frá upphafi. Stelpurnar hófu keppni með því að spila i 10. riðli af 25 riðlum og enduðu að lokum í þriðja riðli á lokadegi mótsins sem er frábær árangur. Liðið tapaði ekki leik í riðlakeppninni og lék að lokum úrslitaleik og segja má að sá leikur hafi kostað blóð, svita og tár en honum lauk 1-0 fyrir Kormáki/Hvöt/Fram. Liðið kom því heim með Huginsbikarinn.  

Stúlkurnar vilja þakka öllum þeim sem styrktu þær fyrir mótið, innilega fyrir stuðninginn.  

Mynd:TM-mótið    

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir