Hvar eru Feykir og Sjónhornið!?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.06.2025
kl. 12.43
Það eru efalaust einhverjir með böggum hildar að hafa ekki fengið Feyki og Sjónhornið inn um bréfalúguna í dag. Það á sér eðlilegar skýringar því hvítasunnuhelgin náði að veju nokkuð inn í vinnuvikuna. Sjónhorn og Feykir voru því prentuð degi síðar en vanalega.
Það hefur í för með sér að blöðin berast ekki í hús á Sauðárkróki fyrr en á morgun, fimmtudaginn 12. júní, og jafnvel enn síðar á sumum stöðum.
Um leið og beðist er velvirðingar á þessu þá er minnt á það að hið sama verður uppi á teningunum í næstu viku þegar 17. júní dúkkar upp á þriðjudegi og setur prentmál í uppnám.