Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands

Kolufossar í Víðidal eru meðal fallegra fossa á Norðurlandi. Mynd:Facebooksíðan Norðurland
Kolufossar í Víðidal eru meðal fallegra fossa á Norðurlandi. Mynd:Facebooksíðan Norðurland

Ferðamálastofa stendur í sumar fyrir átaki til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Áhersla verður á kynningu á net- og samfélagsmiðlum og verður umferð beint inn á vefinn ferdalag.is en þar verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu um allt land. 

Markaðsstofa Norðurlands tekur þátt í átakinu og er vinna hafin við að uppfæra allt efni á íslensku og þýða það efni sem ekki var til. Efni frá Markaðsstofunni er að finna á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram undir nafninu Norðurland. Þar er nú þegar að finna talsvert af nýju efni en unnið verður með nokkur þemu tengd náttúru og einnig verður sérstök áhersla á fjölbreytileika í böðum sem er hvergi meiri en á Norðurlandi. Í kjölfarið koma svo þéttbýliskjarnarnir og síðan Norðurstrandarleið og Demantshringinn. 

Í frétt á vef Markaðsstofu Norðurlands eru samstarfsfyrirtæki eindregið hvött til þess að taka þátt í átakinu. Sérstaklega er óskað eftir vitneskju um viðburði eða uppákomur sem streymt verður beint á samfélagsmiðlum - hvort sem er fyrir íslenskan eða erlendan markað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir