Ísmót á Svínavatni á sunnudaginn

Frá ísmóti. Mynd:landsmot.is
Frá ísmóti. Mynd:landsmot.is

Hestamannafélagið Neisti heldur ísmót á Svínavatni nk. sunnudag, 24. mars, og hefst það kl. 13:30. Mótið er hið þriðja í SAH mótaröðinni sem styrkt er af SAH Afurðum ehf.

Á mótinu verður keppt í tölti, flokki 17 ára og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki. Einnig verður keppt í bæjarkeppni sem er aðeins einn flokkur. Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Skráningar skulu berast á netfangið beri@mail.holar.is eða til Bergrúnar í síma 847-2045 fyrir klukkan 23:00 föstudaginn 22. mars. Þau atriði sem þurfa að koma fram við skráningu eru nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir yngri flokk og 2.000 kr. fyrir fullorðinsflokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir