Keilir með námskynningu á Sauðárkróki

Í kvöld verður Keilir með opinn kynningarfund um námsframboð skólans en lögð verður áhersla á létt spjall þar sem hver og einn getur fengið upplýsingar um ýmsar leiðir í staðnámi og fjarnámi. Fundurinn hefst kl. 20:00 í Farskólanum á Sauðárkróki.

Þá verður Keilir með sérstaka kynningu á flugnámi á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki í hádeginu fimmtudaginn 7. mars þar sem hægt verður að skoða flugvélakostinn og spurt flugkennara út í námið.

Á heimasíðu Keilis kemur fram að skólinn sé lítill og sérhæfður, með áherslu á nánd við nemendur og persónulega þjónustu. Hjá Keili er mikið lagt upp úr nútímalegum og fjölbreyttum kennsluháttum, bæði í fjarnámi og staðnámi.

Við leggjum áherslu á að þetta verði létt spjall þar sem þú getur fengið upplýsingar um námsframboð skólans bæði í staðnámi og fjarnám

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir