Krakkarnir í Sumarfjöri opna kaffihús fyrir eldri borgara

Kaffihúsið í Húnaskóla.
Kaffihúsið í Húnaskóla.

Í Húnabyggð er í gangi fjörugt verkefni fyrir krakka 6 til 12 ára. Þetta er 6 vikna námskeið þar sem í boði er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum stendur til boða ýmislegt skemmtilegt. Um er að ræða „Sumarfjör” þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.

Fjörið hófst 10.júní og stendur til 17.júlí. Á morgun fimmtudag ætla krakkarnir að vera með kaffihús í Húnaskóla fyrir eldri borgara sveitarfélagsins og bjóða upp á ýmislegt góðgæti sem þau hafa útbúið. Svo á að spjalla og jafnvel grípa spil. Kaffihúsið verður opið frá kl: 13.30 til kl: 15.00.

Feykir hvetur alla elstu og helstu borgara í Húnabyggð að kíkja í kaffi til krakkanna. hmj

Fleiri fréttir