Lestrarömmur og -afar óskast

Lestur hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og eru flestir meðvitaðir um mikilvægi hans. Þannig hefur lestri verið gert hærra undir höfði en áður í fjölmörgum skólum með ýmsum hætti, s.s. lestrarátaki, yndislestri o. fl. Blönduskóli fer skemmtilega leið þegar kemur að þessu máli en svohljóðandi tilkynninng birtist í dag á vef skólans

Blönduskóli hefur verið svo lánsamur að frábærir einstaklingar hafa komið í skólann og hlustað á börnin lesa fyrir sig og nú langar okkur að bæta í hópinn, því mikilvægi lesturs hefur marg sýnt sig. Það er þannig að „ömmur og afar“ koma í skóla og hlusta á börn lesa fyrir sig. Við leitum því til ykkar – er einhver áhugasamur þarna úti sem á lausan klukkutíma á viku – eða fleiri? Athugið að þetta þurfa ekki að vera eiginlegar ömmur eða afar heldur einungis áhugasamir einstaklingar sem bjóða aðstoð sína.

Endilega hafið samband við Auði ritara Blönduskóla í síma 452-4147 eða sendið tölvupóst á blonduskoli@blonduskoli.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir