Lítil notkun endurskinsmerkja

Nýlega stóð VÍS fyrir könnun á endurskinsmerkjanotkun hjá tveimur ólíkum hópum, annars vegar nemendum unglingadeildar í grunnskóla og hins vegar starfsmönnum á vinnustað. Niðurstaða þeirrar könnunar sýndi að aðeins um 20% nota endurskinsmerki eða tveir af hverjum tíu. Frá þessu er greint á vef VÍS

Í könnuninni kemur fram að unglingarnir standa sig þó örlítið betur en fullorðna fólkið en 76% þeirra voru án endurskins meðan 86% fullorðna fólksins voru endurskinslaus. Munaði þar mest um endurskin á skólatöskum unglinganna.

Aðrar niður­stöður úr könnuninni voru á þessa leið:

  • Endurskin var á töskum 8% unglinga en 1% hjá þeim fullorðnu.
  • 6% unglinga voru með hangandi endurskin en 5% fullorðinna.
  • Yfirhafnir unglinga voru með endurskini frá framleiðanda í 9% tilfella en 6% fullorðinna.
  • Endurskin á skóm og endurskin á fleiri en einum stað var frá 0% til 1% hjá báðum hópum.

„Góður sýni­leiki er gríðarlega mik­il­væg­ur fyr­ir alla veg­far­end­ur. Með end­ur­skini sér ökumaður gang­andi og hlaup­andi ein­stak­linga allt að fimm sinn­um fyrr. Sá auka­tími sem öku­manni gefst til að koma í veg fyr­ir slys er gríðarlega mik­il­væg­ur. Nú í dimm­asta skamm­deg­inu er mik­il­vægt að all­ir hugi að sýni­leika sín­um, jafnt börn sem full­orðnir, en úr­val end­ur­skins er mikið og ætti ekki að stoppa neinn. Best er þó að velja ávallt fatnað sem er með end­ur­skini þegar hann er keypt­ur því þá er ekki hætta á að end­ur­skinið gleym­ist eða týn­ist þó vissu­lega sé hætta á að það dofni með ár­un­um," segir á vef VÍS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir