Fíkniefnahundanámskeið hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Fíkniefnahundur í þjálfun. Mynd af FB síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Fíkniefnahundur í þjálfun. Mynd af FB síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Í síðustu viku hófst nám fyrir fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmenn þeirra sem haldið er á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Námið fer fram í fjórum lotum og líkur því með bæði skriflegum og verklegum prófum í lok maí. Sjö hundateymi taka þátt að þessu sinni en þau koma frá lögreglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni.

Á Facebook-síðu lögreglunnar NV kemur fram að nám sem þetta hafi ekki verið haldið á vegum lögreglunnar í rúm fimm ár og því löngu tímabært að hrinda því í framkvæmd. Yfirleiðbeinandi er Steinar Gunnarsson en aðrir leiðbeinendur koma víða að, m.a. frá hundaskóla Metropolitan lögreglunnar í London.

Námið, sem er bæði bóklegt og verklegt, fer fram á Norðurlandi vestra en hluti þess mun fara fram á suðvesturhorninu. Auk verklegrar þjálfunar þá spannar námsefnið vítt svið eða allt frá atferlis,- og líffræði hunda til meðferðar sakamála. Í færslunni segir að námið sé mjög krefjandi fyrir teymin og eru gerðar miklar kröfur til nemenda bæði tví- og fjórfættra. Fyrsta lotan fór vel af stað og lofar sannarlega góðu upp á framhaldið.

Sjá fleiri myndir HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir