Lokað fyrir heimsóknir á Sæborg

Skagaströnd. Mynd:FE
Skagaströnd. Mynd:FE

Ákveðið hefur verið að loka dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars, þar til annað verður formlega tilkynnt. Í tilkynningu á vef Skagastrandar segir að þetta ákvörðunin sé tekin að höfðu samráði við sóttvarnayfirvöld eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar. Allra leiða sé leitað til að draga úr hættu á að íbúar veikist og sé lokunin liður í því.

Bent er á að við sérstakar aðstæður megi leita undanþágu hjá hjúkrunarfræðingi. Fólk er beðið að kynna sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is um stöðu mála, en þær geta breyst frá degi til dags.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma 452 2810 eða saeborg@simnet.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir