Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla	
		
					10.07.2025			
	
		kl. 08.52	
	
	
	Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
- 
									
						Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar vegna riðu í sauðféÁ fundi byggðarráðs Skagafjarðar sl. miðvikudag voru meðal annars tekin til skoðunar drög atvinnuvegaráðuneytisins að reglugerð um riðuveiki í sauðfé. Fagnaði byggðarráð markmiðum reglugerðarinnar „... um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins.“Meira
- 
									
						Sameining Dalabyggðar og Húnaþings vestra yrði framfaraskref fyrir íbúaSamstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna. Í frétt á Húnahorninu segir að þar komi m.a. fram að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig.Meira
- 
									
						Ný útilistaverk líta dagsins ljós á Hvammstanga„Við erum ákaflega stolt af útilistaverkunum sem hafa litið dagsins ljós síðustu daga. Bæði hafa sterka vísun í svæðið, annars vegar Selurinn við Brúarhvamm og hins vegar Veðurglugginn sem staðsettur er í fjörunni neðan við Selasetrið,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.Meira
- 
									
						Gul veðurviðvörun á morgunfeykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 30.10.2025 kl. 15.35 oli@feykir.isÞað má segja að við hér á Norðurlandi vestra höfum sloppið ansi vel við þetta vetrarskot sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að upplifa framan af vikunni. Það hefur engu að síður snjóað í léttu og þægilegu magni hjá okkur og þegar sólin fór að skína þá var póstkortastemning um víðan völl. Ekki er þó útlit fyrir að vetrarfegurðin endist eitthvað því á morgun, föstudag, hlýnar og Veðurstofan búin að skella framan í okkur gulri veðurviðvörun.Meira
- 
									
						Lyfja veitir aðgang að sálfræðiþjónustu í Lyfju appinufeykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 30.10.2025 kl. 15.05 oli@feykir.isLyfja býður nú upp á aðstoð sálfræðings í gegnum Lyfju appið. Þjónustan er veitt af sálfræðingum Mín líðan sem hafa frá árinu 2018 sérhæft sig í sálfræðiþjónustu á netinu og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.Meira
 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
