Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Næstflestar umsóknir bárust frá Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 02.09.2025 kl. 17.45 oli@feykir.isFjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið, en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.Meira -
Sjö af 22 löxum sem bárust Hafró reyndust vera eldislaxar
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 02.09.2025 kl. 16.13 oli@feykir.isHúnahornið segir af því að samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa, þá hafa samtals 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Þar af eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Haukadalsá. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.Meira -
Sr. Gylfi Jónsson látinn
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 02.09.2025 kl. 15.06 gunnhildur@feykir.isSr. Gylfi Jónsson er látinn. Gylfi og Solveig Lára bjuggu á Hólastað þegar Solveig gengdi embætti vígslubiskups á Hólum á árunum 2012-2022. Gylfi starfaði í gamla Hofsóss- og Hólaprestakalli og var hægri hönd konu sinnar og mikill gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann stjórnaði m.a söngstundum á dvalarheimilinu á Sauðárkróki allt upp í vikulega meðan hann bjó í Skagafirði. Það er margs að minnast og margs að sakna.Meira -
Hátt í 200 Skagfirðingar mættir á EuroBasket
feykir.is Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Mannlíf, Lokað efni 02.09.2025 kl. 13.44 oli@feykir.isÍslenska landsliðið í körfubolta hefur staðið sig með ágætum á EuroBasket sem fram fer m.a. í Póllandi þessa dagana. Góðar frammistöður hafa þó ekki enn skilað langþráðum sigurleik á stórmóti. Réttlætiskennd Íslendinga var síðan stórlega misboðið á sunnudag þegar Ísland varð að lúffa fyrir vanhæfu dómaratríói sem virtist hafa það eina markmið að tryggja pólsku heimaliði sigurinn – sem þeim tókst því miður. Feykir hafði samband við Palla Friðriks sem er á staðnum auk hátt í 200 Skagfirðinga.Meira -
Skorað á ríkisstjórnina að drífa í gang vinnu vegna verknámshúss FNV
Á síðasta fundi byggðarráðs Skagafjarðar lýstu fundarmenn yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fram kemur í fundargerð að samkvæmt upplýsingum virðist lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina.Meira