Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Litrík veðurkort næstu daga
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 22.12.2025 kl. 14.45 gunnhildur@feykir.isVeðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.Meira -
JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“
Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.Meira -
Jólaböllin árlegu
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 22.12.2025 kl. 13.05 gunnhildur@feykir.isVið höldum okkur við jólahefðirnar og nú eru það jólaböllin sem mörgum finnst ómissandi partur af jólum og verður heldur betur hægt að skella sér á jólaball um þessi jólin og sennilega eiga einhverjir sitt uppáhalds ómissandi jólaball.Meira -
Blása til aukatónleika
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 22.12.2025 kl. 11.05 gunnhildur@feykir.isMiðasala á Áramótatónleika Heimismanna þann 28. des. næstkomandi hefur gengið vonum framar og nú um helgina var komin upp sú staða að það var orðið uppselt á tónleikana.Meira -
Gerði heiðarlega tilraun til að heimsækja söguslóðir Outlander bókanna
Hrund Jóhannsdóttir er fædd í Reykjavík, búsett á Hvammstanga, uppalin á Gauksmýri, gift, móðir tveggja barna og fædd á áratug áratuganna. Við vitum öll að tugurinn er 80 og árið er sjö. Hrund er veitingahúsaeigandi á Hvammstanga, á og rekur Sjávarborg og er framtíðar víngerðarkona. Hrund svaraði Bók-haldi Feykis um miðjan nóvember en þá var hún að gera sig klára í Edinborgarferð með hluta af bókaklúbbnum sínum sem farin var í byrjun desember. Bók-haldið birtist fyrst í JólaFeyki.Meira
