Mikilvægir leikir framundan

Það verður svo sannarlega nóg um að vera í boltanum.
Það verður svo sannarlega nóg um að vera í boltanum.

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.

Í kvöld fer fram leikur Kára og Tindastóls í 2. deild karla, leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og byrjar leikurinn klukkan 19:15. Bæði liðin eru í fallsæti og er þetta því mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Sigri Kári þennan leik fer liðið upp úr fallsæti en ef Tindastóll vinnur þá er liðið komið með fimm stig og verður þremur stigum á eftir Kára.

Annað kvöld fær Afturelding lið Tindastóls í heimsókn í Inkasso deild kvenna á Varmárvelli klukkan 18:00. Tindastóll er í fimmta sæti með níu stig en Afturelding í því sjöunda með sjö stig. Með sigri Tindastóls fer liðið upp í þriðja sæti deildarinnar en með tapi fer Afturelding einu sæti ofar.

Á laugardaginn mætir Kormákur/Hvöt liði KB í 4. deild karla. Leikurinn verður spilaður á Blönduósavelli og byrjar leikurinn klukkan 16:00. Kormákur/Hvöt er í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig, fimm stigum frá fyrsta sætinu en KB er í fimmta sæti með tólf stig.

Mánudaginn 8. júlí spilar kvennalið Tindastóls aftur en í þetta skipti á móti Grindavík. Leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli og byrjar leikurinn klukkan 19:15.

/EÍG    

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir