Naglana burt!

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á að nú er svo sannarlega kominn tími til að skipta yfir á sumardekkin en byrjað verður að sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir morgundaginn. Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir:

Þá er það sumarboðinn ljúfi - nagladekkin í geymsluna!

Við munum sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir 20. maí og biðjum ykkur um að setja sumardekkin undir fyrir þann tíma. Ökumenn geta átt von á 80.000 kr sekt fyrir að aka um á negldum hjólbörðum, þá 20.000 kr fyrir hvern negldan hjólbarða. Hvað eru margir negldir hjólbarðar í því?

Gleðilegt sumarið og akið varlega 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir