Nes listamiðstöð og Selasetur Íslands fá styrk úr Loftslagssjóði

Rekaviður. Mynd:FE
Rekaviður. Mynd:FE

Nýlega var úthlutað úr Loftslagssjóði og er það í fyrsta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

Tvö verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrk úr sjóðnum, Nes listamiðstöð fékk 4.845.483 króna styrk fyrir verkefnið Rekaviður og Selasetur Íslands fékk fimm milljónir króna fyrir verkefnið Youth for Arctic Nature.

Alls bárust 203 gildar umsóknir í sjóðinn og voru 32 þeirra styrktar eða um 16% umsókna. Sótt var um 1,3 milljarða alls og námu styrkveitingar um 165 miljónum eða um 13%.  Tíu nýsköpunarverkefni voru styrkt og 22 kynningar- og fræðsluverkefni. Lista yfir strkþega má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir