Nýir rekstraraðilar hjá Ömmukaffi

Ömmukaffi á Blönduósi. Mynd af Facebooksíðu Ömmukaffis.
Ömmukaffi á Blönduósi. Mynd af Facebooksíðu Ömmukaffis.

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Ömmukaffis á Blönduósi. Það eru þau Liya Behaga og Guðjón Ebbi Guðjónsson sem tóku við af þeim Bryndísi Sigurðardóttur og Birnu Sigfúsdóttur sem rekið hafa veitingahúsið undanfarin ár.

Í samtali við Húnahornið segir Guðjón Ebbi að ætlunin sé að halda áfram því góða starfi sem þar hefur verið unnið en nýju fólki fylgi þó alltaf einhverjar breytingar. Þau muni bæta aðeins við framboð og úrval af mat á staðnum og stefnt sé á að bjóða upp á steikur og grænmetisrétti fljótlega. Einnig verði haldin regluleg þemakvöld þar sem til dæmis verði boðið upp á sushi, eþíópískan mat eða sjávarrétti.

Fyrst um sinn verður aðeins opið í hádeginu frá klukkan 11:45-14:00 og er fyrsti opnunardagurinn í dag, föstudaginn 8. mars. Að sögn Guðjóns Ebba er stefnt að lengri opnunartíma þegar náðst hefur að fullmanna allar stöður og einnig segir hann að búast megi við því að ísvélin verði sett í gang núna fyrir páskana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir