Orkusjóður úthlutar styrkjum til rafhleðslustöðva

Húnavellir. Mynd:hotelhuni.com
Húnavellir. Mynd:hotelhuni.com

Orkusjóður úthlutaði nýlega styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel og gististaði víða um land þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefni þetta er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.

Meðal þeirra sem hlutu styrk frá Orkusjóði er Húnavatnshreppur sem fékk styrk að upphæð 1.509.500 krónur til uppsetningar á hleðslustöð við Húnavelli. Einnig fengu Farfuglar ses. úthlutun sem deilist á margar stöðvar, þ.á.m. stöðvar við Blöndu Hostel á Blönduósi.

Heildarupphæð styrkjanna var kr. 30.319.869.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir