Óvanalega mikil umferð um helgina

Mikil umferð hefur verið undanfarna daga í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem talin er að miklu leyti tilkomin vegna Bíladaga sem haldnir voru á Akureyri um helgina. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að á föstudag 14. júní og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, hafi fjöldi ökutækja verið um 4.000 sem er mjög óvanalegur fjöldi og hefur einungis föstudagurinn fyrir Fiskidaginn mikla reynst stærri ár hvert.

Ekki urðu nein stór áföll í umferðinni en margir voru að flýta sér og voru 200 ökumenn stöðvaðir vegna of hraðs aksturs. Voru tveir þeirra án ökuréttinda og aðrir tveir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir