Ráðist í miklar fjárfestingar í samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti

Mynd:stjornarradid.is
Mynd:stjornarradid.is

Alþingi samþykkti nýverið aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Markmið átaksins er að ráðast í arðbærar fjárfestingar og um leið auka eftirspurn eftir vinnuafli og örva landsframleiðslu á tímum samdráttar.

Um er að ræða fjölbreyttar nýframkvæmdir í samgönguinnviðum sem undirbúningur er vel á veg kominn og hægt að ráðast í strax en einnig viðhaldsverkefni. Verkefnin eru um land allt og taka til allra samgöngugreina, þ.e. vega, flugvalla og hafna. Stærstur hluti fjárfestingarinnar er í vegakerfinu, nýframkvæmdir, breikkun einbreiðra brúa og gerð hringtorga auk viðhalds vega. Þá verður ráðist í hafnarframkvæmdir um land allt, framkvæmdir á flugvöllum, uppbyggingu fjarskiptakerfa. Þá munu 200 milljónir króna renna aukalega í sóknaráætlanir landshluta og einnig var samþykkt að veita 100 milljónum króna í verkefnið Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar. 

Á þessu ári verður 1.860 milljónum kr. varið í vegaframkvæmdir og hönnun þeirra. Verkefni sem ráðist verður í á Norðurlandi vestra til viðbótar við gildandi fjárveitingar er Þverárfjallsvegur um Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá og framkvæmdir við Sauðárkrókshöfn.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir