Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Elmar og Gunnhildur. Aðsend mynd.
Elmar og Gunnhildur. Aðsend mynd.

Elmar Sveinsson og Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir sáu um Matgæðingaþáttinn í 37. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Blönduósi og eiga dæturnar Fanneyju, Sóleyju og Huldu. Þau eru bæði kjötiðnaðarmenn og vinna hjá SAH-afurðum á Blönduósi, Elmar sem verkstjóri og Gunnhildur á skrifstofunni við afurðarskráningu. Þau segja að eðlilega hafi þau mikinn áhuga á mat og öllu honum tengdu þar sem þau séu bæði kjötiðnaðarmenn og gefa okkur meðal annars uppskrift af lambafille með kryddi beint frá náttúrunni.

FORRÉTTUR
Ferskur rækjuréttur

500 g rækjur
½ rauðlaukur
1 hvítlauksrif
½ græn paprika
½ gul paprika
½ rauð paprika
safi úr einni sítrónu
handfylli steinselja
½ rauður chili-pipar
1 stk. mangó

Sósa:

200 ml sýrður rjómi
2 msk. taílensk chili-sósa
½ chili-pipar
salt og pipar

Aðferð:
Skerið rauðlaukinn, hvítlaukinn, paprikurnar og chili-piparinn í litla bita og setjið saman í skál. Saltið og piprið og bætið við safa úr heilli sítrónu. Flisjið mangó og skerið aldinkjötið í litla bita og bætið í skálina ásamt handfylli af smátt skorinni steinselju.
Skolið rækjurnar og bætið út í grænmetið og mangóið. Hrærið vel saman og látið standa í ísskáp í smá stund.

Sósan er mjög einföld: Hreinsið fræin úr chili-piparnum, skerið hann í mjög litla bita og hrærið svo öllum hráefnum saman.


AÐALRÉTTUR
Lambafille með ferskum kryddjurtum

Lambafile m/ fitu, kryddað með ferskum kryddjurtum t.d birki, bláberjalyngi, blóðbergi, eini og einiberjum og salti og pipar.
Brúnað á pönnu og sett inn í ofn í 20 mín. á 170°C.

Sósa:
Britjið sveppi, papriku og lauk. Steikið það vel á pönnu og bætið rjóma og nautakjötssoði við. Kryddið til með salti ,pipar og aromati.
Þetta er borið fram með bakaðri kartöflu og fersku grænmeti.

EFTIRRÉTTUR

Makkarónukökur og marens með kókosbollum og ávöxtum

U.þ.b. 15 makkarónukökur
½ dós niðursoðnir blandaðir ávextir
¼ rjómi
4 kókosbollur
½ marensbotn
jarðarber, vínber, kíví og bláber
súkkulaði íssósa

Aðferð: Myljið makkarónukökurnar í botninn á formi/skál, Hellið safanum af blönduðu ávöxtunum og dreifið þeim yfir, þeytið rjómann og setjið yfir ávextina, því næst kókosbollurnar og svo er marensinn brotinn og dreift yfir.  Jarðarberjum, vínberjum, kíví og bláberjum er dreift yfir og skreytt með íssósunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir