Reglur um sóttkví gilda einnig í sveitinni

Eitthvað mun hafa borið á því að fólk sem er í sóttkví dvelji í sumarhúsum sínum úti á landsbyggðinni og gleymi því að sömu reglur gilda um þá þar og í þéttbýlinu. Því vill Lögreglan á Norðurlandi vestra koma þessum skilaboðum á framfæri:

Að gefnu tilefni vekja lögreglustjóri og almannavarnanefndir a Norðurlandi vestra athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi meðan á sóttkví stendur.

  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara út fyrir sumarhúsið nema brýna nauðsyn beri til.
  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum, þ.á.m. í matvöruverslun.
  • Einstaklingar í sóttkví mega ekkI fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga.
  • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra eða bíltúra, en gæta þarf að því að halda reglum um fjarlægð frá öðrum.

Njótum þess að vera í sveitinni en fylgjum reglum og vinnum saman að því að koma í veg fyrir smit. Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir