Sæborg á Skagaströnd fær góða gjöf

Gjöfin góða. Mynd: Facebooksíðan Sæborg, Skagaströnd
Gjöfin góða. Mynd: Facebooksíðan Sæborg, Skagaströnd

Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd barst góð gjöf í vikunni þegar nokkur fyrirtæki tóku sig saman og færðu heimilismönnum Ipad ásamt öllu því sem til þarf svo íbúar geti haft samband í mynd við ættingja og vini.

Á Facebook síðu Sæborgar er þakkað fyrir þessa góðu gjöf. Þar segir að íbúar heimilisins, sem nú hafa verið án heimsókna ættingja og vina hátt í þrjár vikur, taki heimsóknarbanninu með miklu jafnaðargeði, „...enda kannski ekki við öðru að búast af fólki sem hefur upplifað tímanna tvenna.“

Fyrirtækin sem stóðu að gjöfinni eru þessi:

Þvottahúsið – Skagaströnd
Víkur útgerð ehf.
Vélaverkstæði Skagastrandar ehf.
Útgerðarfélagið Djúpavík ehf.
Trésmiðja Helga Gunnars ehf.
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf.
SJ útgerð ehf.
Saumastofan Íris ehf.
Rafmagnsverkstæðið Neistinn ehf.
Marska ehf.
Lausnamið ehf.
Hrund ehf.
HGÓ útgerð ehf.
H-59 ehf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir