Samfylkingin fengi þrjá menn kjörna í Norðvesturkjördæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
09.10.2025
kl. 16.25
RÚV kynnti í vikunni nýjan þjóðarpúls Gallup þar sem mælt var fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgið var meðal annars skoðað eftir kjördæmum en meginniðurstaðan er sú að Samfylking mælist með langmest fylgi bæði á landsvísu og í Norðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum fékk Samfylking einn mann kjörinn í NV-kjördæmi en fengi þrjá nú miðað við niðurstöður þjóðarpúlsins.