Samið um sálfræðiþjónustu í skólum Austur-Húnavatnssýslu

Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur og eigandi Sensus slf. við undirritun samningsins.
Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur og eigandi Sensus slf. við undirritun samningsins.

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu nýlega tveggja ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélaganna.

Með nýjum samningi er ætlunin að efla sálfræðiþjónustu við skólana frá því sem verið hefur en síðustu fjögur ár hefur Ester Ingvarsdóttir starfað fyrir Félags- og skólaþjónustu Austur-Húnavatnssýslu og haft fasta viðveru í hverjum mánuði. Framvegis mun Ester hafa fasta viðverutíma fimm daga í mánuði.

 

Fleiri fréttir