Samstaða og samhugur er mikill í samfélaginu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
16.04.2025
kl. 13.50
Í gær var haldin samverustund á sal bóknámshúss Fjölbrautaskólans í tilefni af bílslysinu við Hofsós sl. föstudag. Settur skólameistari, Þorkell V. Þorsetinsson, flutti stutt ávarp og greindi frá fréttum af hinum slösuðu. Þar kom fram að þrír hinna slösuðu eru komnir af gjörgæslu og tveir þeirra hafa verið útskrifaðir af barnadeild Landsspítalans en ljóst er að mislangt bataferli er framundan hjá þeim öllum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.