Starfsmenn SAH fá hæfnisskírteini í vernd dýra við aflífun

Það sem af er þessu ári hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar afhent átta einstaklingum á vegum SAH Afurða ehf. hæfnisskírteini í vernd dýra við
aflífun. Opinberar kröfur eru þær að allir sem koma að meðhöndlun dýra fyrir og við slátrun hafi til þess þekkingu á dýravelferð, hegðun sláturdýra, hvernig aðbúnaði í sláturhúsi skuli háttað, deyfingaaðferðum og að geta metið meðvitund dýra og árangur blæðingar.
Á vef SAH Afurða segir að allir hafi staðist bæði bókleg og verkleg próf með sóma.