Stjórn SSNV fundar með þremur ráðherrum

Frá fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Mynd: ssnv.is
Frá fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Mynd: ssnv.is

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fundaði nýlega með nokkrum ráðherrum um málefni landshlutans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, tók á móti hópnum í sínu ráðuneyti en því næst hélt hópurinn í Stjórnarráðið þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti stjórnarmönnum. Loks hitti hópurinn Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Á vef SSNV, þar sem greint er frá heimsókninni segir að umræðuefni allra fundanna hafi verið staða landshlutans, framtíðarhorfur og tækifæri til eflingar og atvinnuuppbyggingar og áttu stjórnarmenn góðar samræður við ráðherrana um framangreind mál. Einnig segir að reglulegt samtal við ráðherra og þingmenn sé afar mikilvægt til að miðla upplýsingum um stöðu svæðisins og þau verkefni sem heimamenn telji mikilvægust hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir