Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið

SÁÁ álfurinn er 30 ára um þessar mundir og þá er tilvalið að fagna saman og kaupa álfinn. Sölufólk verður á ferðinni frá deginum í dag og fram á sunnudag, 12. maí en álfasalan hefur verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna þessa þrjá áratugi.

Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þeir fjármunir sem safnast í álfasölunni séu notaðir til þess að greiða meðferð fyrir ungt fólk og tryggja að hægt sé að bjóða því bestu fáanlegu þjónustu. Þar er komin skýringin á slagorðinu Kaupum álfinn fyrir unga fólkið.  

Einnig fara peningarnir í það að borga fyrir sálfræðiþjónustu sem SÁÁ veitir börnum 8-18 ára sem eiga foreldra með fíknisjúkdóm. Um 1.300 börn hafa þegar fengið slíka þjónustu hjá SÁÁ.

Frá upphafi hafa tæplega 26 þúsund einstaklingar komið í meðferð til SÁÁ en samtökin reka sjúkrahúsið Vog í Reykjavík, meðferðarstöðina Vík á Kjalarnesi, áfangaheimilið Vin og göngudeildir í Reykjavík og á Akureyri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir