Sumarstarf námsmanns hjá Húnavatnshreppi

Klausturstofa. Mynd:thingeyraklausturskirkja.is
Klausturstofa. Mynd:thingeyraklausturskirkja.is

Húnavatnshreppur auglýsir sumarstarf fyrir einn námsmann. Starfið er stutt af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa og snýr það að átaksverkefni við Klaustursstofu við Þingeyrar. Meðal verkefna verður leiðsögn og almenn fræðsla á svæðinu.

Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju og verður megin starfsstöð á Þingeyrum.

Námsmaðurinn þarf að vera að lágmarki 18 ára á árinu. Skilyrði er að viðkomandi sé á milli anna, þ.e. að hann hafi stundað nám á vormisseri og þarf hann að framvísa staðfestingu þar um. Ráðningartími er tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní - 31. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri, einar@hunavatnshreppur.is og/eða Björn Magnússon, formaður sóknarnefndar, bjorn@holabak.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir