Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir móttöku flóttafólks

Blönduós. Mynd:northvest.is.
Blönduós. Mynd:northvest.is.

Eftir kynningarfund samþykkti sveitarstjórn Blönduósbæjar á fundi sínum í gær að taka á móti flóttafólki samkvæmt beiðni þar um frá Félagsmálaráðuneytinu. Sveitarstjórn lýsti jafnframt áhuga á því að skoða möguleika á samstarfi á svæðinu um þetta mikilvæga verkefni. Í fundargerð kemur fram að áætlað er að halda íbúafund á næstunni, þar sem farið verður yfir verkefnið og aðkomu samfélagsins að því.

Nefndur hefur verið sá möguleiki að fá Skagaströnd í samstarf en þar mun eitthvað vera um húsnæði á lausu. Áður hefur komið fram í fréttum að hópurinn sem um ræðir sé fjölskyldufólk sem telur um 50 manns og er reiknað með að hann deilist jafnt á sveitarfélögin Blönduós og Húnaþing vestra. Auk þess er frirhugað að 25 einstaklingar fái samastað á suðvesturhorni landsins.

Tengdar Fréttir:
Reiknað með 50 manna hópi flóttafólks til Blönduóss og Hvammstanga
Byggðarráð Blönduósbæjar ræðir um móttöku flóttafólks

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir