Tæpar 30 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Gúttó á Sauðárkróki var byggt árið 1897 og var leikhús bæjarins fram á þriðja áratug síðustu aldar. Nú hýsir það myndlistarfélagið Sólon. Mynd af netinu.
Gúttó á Sauðárkróki var byggt árið 1897 og var leikhús bæjarins fram á þriðja áratug síðustu aldar. Nú hýsir það myndlistarfélagið Sólon. Mynd af netinu.

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 og verða veittir að þessu sinni alls 228 styrkir að upphæð 304.000.000 kr. Alls bárust 272 umsóknir, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna, eftir því sem kemur fram á heimasíðu Minjastofnunar.

Tæpar 30 milljónir koma í hlut þrettán verkefna á Norðurlandi vestra, athugið að upphæðir eru í þúsundum króna.

Friðlýstar kirkjur í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu:
Fellskirkja 1.300
Hofskirkja 5.000
Reykjakirkja 200
Silfrastaðakirkja 5.000
Holtastaðakirkja 4.300
Þingeyraklausturskirkja 500

Friðuð hús og mannvirki:
Hús Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga 2.500
Möllershús – Sjávarborg Hvammstanga 900
Deild Aðalgötu 10 á Sauðárkróki 1.600
Gúttó Sauðárkróki 5.000
Gilsstofa Glaumbær 1.200
Tyrfingsstaðir á Kjálka 2.000

Önnur hús og mannvirki:
Gamli spítalinn Blönduósi 300

Auk þessa fékk Byggðasafn Skagfirðinga  2,1 milljón úr Fornminjasjóði til uppfærslu, samræmingu og frágang á stafrænum uppmælingargögnum frá árunum 2005-2019.

Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk frá húsafriðunarsjóði má finna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir