Tæpar 300 þúsund krónur til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu

Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður Björgunarfélagsins Blöndu, tekur við afrakstri basarsins úr hendi Snjólaugar Maríu Jónsdóttur. Mynd af Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.
Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður Björgunarfélagsins Blöndu, tekur við afrakstri basarsins úr hendi Snjólaugar Maríu Jónsdóttur. Mynd af Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.

Skömmu fyrir jól var haldinn kökubasar á Blönduósi til styrktar Björgunarfélaginu Blöndu en sem kunnugt er hefur mikið mætt á félagsmönnum undanfarnar vikur. Það var Snjólaug María Jónsdóttir sem stóð að basarnum ásamt sveitungum sínum og lögðu fjölmargir sitt af mörkum. Á Þorláksmessu afhenti Snjólaug María afraksturinn, 268 þúsund krónur, til Hjálmars Björns Guðmundssonar, formanns Björgunarfélagsins Blöndu.

„Við erum í skýjunum yfir þeim styrk og hlýhug sem okkur berst þessa dagana. Við þökkum öllum sem komu að þessu og þá Snjólaugu sérstaklega fyrir hugmyndina og að hrinda þessu í framkvæmd. Stuðningur ykkar allra er ómetanlegur,“ segir á Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir