Umhleypingasamt verður áfram

Þriðjudaginn 5. mars komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar kl 14 og voru fundarmenn alls þrettán talsins. Fundi lauk síðan kl. 14:30. Öskudagstunglið (Góutungl) kviknar í dag í suðvestri kl. 16:04. Veturinn er hvorki búinn á dagatali né veðurfarslega, segja spámenn Dalbæjar sem telja að umhleypingasamt verði áfram, áttir breytilegar og hafa þeir sterka tilfinningu fyrir því að snjó taki ekki upp áður en snjóar aftur meira. Hitastig verður eins og oft, breytilegt. 

Fundarmenn voru sammála um það að síðasta spá hefði ekki gengið vel eftir, enda mjög erfitt að spá fyrir um veðrið eins og aðrir spámenn hafa þurft að reyna. Líkt og fyrr eru það bæði draumar og aðrar tilfinningar sem styðja þessa spá. „Njótið hvers dags eins og þið getið,“ segja spámenn og láta veðurvísu mánaðarins fylgja með:

Febrúar á fannir,
þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæs oft biturt
en birtir smátt og smátt.

Með góðri kveðju,
Veðurklúbburinn á Dalbæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir