Unnið við grunn að gagnaverinu á Blönduósi

Framkvæmdir eru í fullum gangi við byggingu gagnavers Borelias Data Center á Blönduósi en stutt er síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Unnið er við að moka grunn fyrsta hússins sem reist verður en það mun verða 640 m2 að stærð.
Ekkert verður slakað á við við bygginguna þar sem áætlað er að húsið verði fullbúið í júlí. Róbert Daníel Jónsson, á Blönduósi, var á ferðinni í gær og tók skemmtilegar af framkvæmdum með flygildi sínu.