Val á manni ársins 2018 í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið býður lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu og hvetur lesendur sína til að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil.
 

Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einn einstaklingur eða hópur manna.

 

 

Þetta er í 14. skipti sem Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Valið stendur til miðnættis sunnudaginn 27. janúar og eru allir lesendur Húnahornsins hvattir til að taka þátt í valinu - Smelltu hér.

Á síðasta ári völdu lesendur Húnahornsins Eyþór Franzon Wechner, organista Blönduóskirkju og píanókennara við Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2017. Eyþór er einstaklega hæfileikaríkur organisti og hefur tónlistarflutningur hans vakið aðdáun allra Húnvetninga sem á hann hafa hlustað. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir