Veiði að hefjast í húnvetnsku laxveiðiánum

Blanda. Mynd: FE
Blanda. Mynd: FE

Nú eru laxveiðiárnar oð opna ein af annarri. Fyrsti veiðidagur í Blöndu var 5. júní og á miðvikudag höfðu veiðst þar 85 laxar skv. veiðitölum á angling.is. Tveir þeirra munu hafa verið 98 cm langir sem eru þeir stærstu sem veiðst hafa á þessu sumri. 

Tíu laxar veiddust fyrsta daginn í Miðfjarðará en þar eru aðstæður frekar erfiðar vegna vatnsskorts, einkum í Vesturá, en Miðfjarðará verður til úr Vesturá, Núpsá og Austurá. Laxarnir veiddust flestir í Austurá, að því er segir á veiðivefnum votnogveidi.is, en þar eru fleiri djúpir veiðistaðir en annars staðar á svæðinu. Einnig voru vaktir styttar úr 6 klst í 4 til að draga úr álagi. Á miðvikudag höðfu 24 laxar komið á land í Miðfjarðará, sá stærsti 97 cm. 

Þá hófst veiði í Víðidalsá og Vatnsdalsá i gær. Á votnogveidi.is segir að líf hafi verið í þeim báðum þá báðar séu sagðar illa farnar vegna langvarandi þurrka

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir